Það er stúlka!
Í nótt fæddist okkur Magneu gullfallegt stúlkubarn. Magnea var sett 26. des og var því biðin orðin löng eftir krílinu. Um miðjan daginn í gær fengum við góða vinkonu í heimsókn, sem starfar sem fæðingalæknir í Odense. Hún ýtti við belgnum og svo var beðið.
Upp úr kvöldmatnum fóru verkir að aukast hjá Magneu. Þrátt fyrir það, kom hún Krumma og Fróða í rúmið ásamt því að lesa einn kafla fyrir þá.
Svo ákváðum við að setjast fyrir framan skjáinn og horfa á Bagedysten, sem er danskur bökunarþáttur. Við settum 2017 seríuna í gang...og þá komu verkirnir.
Magnea hringdi í ljósuna til að láta vita hvað væri í gangi, en engin ástæða fyrir að vera neitt að flýta sér. Ljósan hringdi stuttu síðar og ákvað að koma samt sem áður. Hún var komin ca 20 mínutur yfir miðnættið og þá var allt að komast verulega í gang. Magnea fékk litlar pásur á milli hríða.
Klukkan 01:54 fæddist stúlkan á stofugólfinu heima hjá okkur með bökunarþáttinn á fullu spili í sjónvarpinu.
Stúlkan vigtar 4200 grömm og er 54 cm löng. Stór og hraust.
Í nótt fæddist okkur Magneu gullfallegt stúlkubarn. Magnea var sett 26. des og var því biðin orðin löng eftir krílinu. Um miðjan daginn í gær fengum við góða vinkonu í heimsókn, sem starfar sem fæðingalæknir í Odense. Hún ýtti við belgnum og svo var beðið.
Upp úr kvöldmatnum fóru verkir að aukast hjá Magneu. Þrátt fyrir það, kom hún Krumma og Fróða í rúmið ásamt því að lesa einn kafla fyrir þá.
Svo ákváðum við að setjast fyrir framan skjáinn og horfa á Bagedysten, sem er danskur bökunarþáttur. Við settum 2017 seríuna í gang...og þá komu verkirnir.
Magnea hringdi í ljósuna til að láta vita hvað væri í gangi, en engin ástæða fyrir að vera neitt að flýta sér. Ljósan hringdi stuttu síðar og ákvað að koma samt sem áður. Hún var komin ca 20 mínutur yfir miðnættið og þá var allt að komast verulega í gang. Magnea fékk litlar pásur á milli hríða.
Klukkan 01:54 fæddist stúlkan á stofugólfinu heima hjá okkur með bökunarþáttinn á fullu spili í sjónvarpinu.
Stúlkan vigtar 4200 grömm og er 54 cm löng. Stór og hraust.
Ca dagsgömul
Stoltur pabbi
Algjörlega nýbökuð!
Ummæli